Torres: Manchester United sigurstranglegast

Fernando Torres í leik með Liverpool gegn Preston í bikarnum …
Fernando Torres í leik með Liverpool gegn Preston í bikarnum á dögunum. Reuters

Fernando Torres, framherji Liverpool sem í kvöld hafnaði í þriðja sæti í kjöri yfir bestu knattspyrnumenn ársins hjá FIFA, segir að Manchester United sé sigurstranglegast í ensku úrvalsdeildinni eftir 3:0 sigur liðsins á Chelsea í gær.

,,Manchester United er sigurstranglegast í augnablikinu og það hefur sýnt undanfarin ár að það er afar öflugt lið. United á tvo leiki til góða og ef það vinnur þá leiki fer það á toppinn,“ sagði Torres.

Spánverjinn segir að viðureign Manchester United og Liverpool á Old Trafford þann 14. mars geti ráðið miklu um titilbarátuna.

,,Við vitum að Old Trafford bíður eftir okkur og svo heimaleikir á móti Arsenal og Chelsea. Leikurinn á Old Trafford gæti ráðið úrslitum. Við munum gera allt sem við getum til að vinna þar,“ sagði Spánverjinn en Liverpool trónir á toppnum, er fimm stigum á undan Manchester United sem er í þriðja sæti en meistararnir eiga tvo leiki til góða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert