Newcastle hefur borið víurnar í Lucas Neill

Lucas Neill fyrirliði West Ham.
Lucas Neill fyrirliði West Ham. Reuters

Newcastle hefur borið víurnar í Lucas Neill varnarmann og fyrirliða Íslendingaliðsins West Ham. Joe Kinnear knattspyrnustjóri Newcastle segir að rætt hafi verið við umboðsmann Neills og nú sé beðið eftir viðbrögðum leikmannsins.

Neill, sem er 30 ára gamall ástralskur landsliðsmaður, kom til West Ham frá Blackburn fyrir tveimur árum og er samningsbundinn félaginu út leiktíðina. Nýlega gáfu forráðamenn West Ham út þau skilaboð að Neill væri ekki falur en fleiri félög hafa verið á höttunum eftir honum sem og Scott Parker og Craig Bellamy.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert