Tottenham úr fallsæti eftir 1:1 jafntefli gegn Portsmouth

Ledley Kingo og Peter Crouch í háloftabardaga á White Hart …
Ledley Kingo og Peter Crouch í háloftabardaga á White Hart Lane. Reuters

Tottenham komst upp úr fallsæti úrvalsdeildarinnar með því að gera 1:1 jafntefli gegn Portsmouth í stórskemmtilegum leik á White Hart Lane í Lundúnum í dag. Tottenham er í 16. sæti með 21 stig eins og fjögur önnur lið en Portsmouth er í 12. sætinu með 24 stig. Hermann Hreiðarsson lék þrjár síðustu mínúturnar fyrir Portsmouth.

David Nugent kom Portsmouth yfir á 59. mínútu með góðu skoti rétt utan vítateigs og var þetta fyrsta mark fyrir Portsmouth í úrvalsdeildinni.

Tíu mínútum síðar jafnaði Jermain Defoe metin fyrir Tottenham gegn fyrrum félögum sínum með föstu vinstrifótarskoti frá vítateigslínu sem David James markvörður Portsmouth réð ekki við en hann átti frábæran leik á milli stanganna.

Darren Bent fékk gullið færi til að tryggja heimamönnum sigurinn á 81. mínútu en á hreint óskiljanlegan hátt tókst honum að skalla framhjá markinu úr dauðafæri.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert