Manchester United áfram í úrslitaleikinn

John O'Shea fagnar marki sínu í kvöld.
John O'Shea fagnar marki sínu í kvöld. Reuters

Manchester United vann sigur á Derby County í kvöld, í undanúrslitum enska deildabikarsins í knattspyrnu, 4:2, eða samtals 4:3, þar sem Derby vann fyrri leik liðanna, 1:0. Manchester  United leikur þar með til úrslita í keppninni við Tottenham eða Burnley.

United tefldi fram hálfgerðu varaliði, sem er þó ansi frambærilegt og var betri aðilinn lungann úr leiknum. Nani kom United yfir með glæsilegu marki með langskoti á 16. mínútu og John O´Shea bætti um betur á 22. mínútu með laglegu marki úr vítateig Derby.

Brasilíski bakvörðurinn Rafael sendi síðan laglega á kollinn á Carlos Tévez á 34. mínútu, sem skallar í netið og kemur United í 3:0, eða 3:1 samanlagt. Virtist United líklegra liðið til að bæta við mörkum meðan Derby varðist og freistaði þess að ná hröðum sóknum.

Derby fékk víti á 78. mínútu og skoraði Giles barnes úr því og minnkaði muninn. Þeir náðu ágætis pressu á United í kjölfarið, en fá dæmt á sig víti á 87. mínútu sem Ronaldo skorar úr. En Giles Barnes svaraði að bragði þremur mínútum síðar með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu, en það var heldur seint írassinn gripið og United vann verðskuldaðan sigur.

Byrjunarlið Manchester United: Ben Foster, John O´Shea, Gary Neville, Rafael, Jonathan Evans, Ryan Giggs, Nani, Darron Gibson, Anderson, Carlos Tévez, Danny Wellback.

Varamenn: Tomasz Kuszcak, James Chester, Paul Sholes, Darren Fletcher, Cristiano Ronaldo, Zoran Tosic, Rodrigo Possebon.

Byrjunarlið Derby: Roy Carroll, Paul Connolly, Andy Todd, Jordan Stewart, Martin Albrechtsen, Miles Addison, Kris Commons, Gary Teale, Paul Green, Rob Hulse, Steve Davies.

Varamenn: Stephen Bywater, Lewin Nyatanga, Seb Hines, Robbie Savage, Giles Barnes, NAcer Barazite, Emanuel Villa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert