Wenger segir Manchester fá sérmeðferð

Wenger segir Man Utd fá sérmeðferð.
Wenger segir Man Utd fá sérmeðferð. Reuters

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að Manchester United fái óútskýrða sérmeðferð þegar kemur að leikjaniðurröðun liðanna í næstu viku.

„United spila á þriðjudag gegn West Brom, síðan spila þeir við Everton á miðvikudeginum vikuna á eftir, en Everton verða nýbúnir að spila sunnudagsleik.  Það er erfitt að útskýra af hverju eitt lið spilar á þriðjudegi og öll önnur á miðvikudegi. Þetta er ósanngjörn keppni. Ég held að Rafael Benitez hafi haft rétt fyrir sér í gagnrýni sinni á Ferguson, þegar horft er til leikjaplansins,“ sagði Wenger.

Arsenal spilar spila bikarleik á sunnudaginn en spila svo við Everton á miðvikudeginum í næstu viku. Á laugardaginn eftir viku spilar liðið síðan gegn West Ham.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert