Liverpool og Barcelona gegn landsliði Englands

Spánverjar tefla fram sterku liði í kvöld, en Fernando Torres …
Spánverjar tefla fram sterku liði í kvöld, en Fernando Torres er allur að koma til eftir meiðsli. Reuters

Í kvöld fer fram vináttulandsleikur í knattspyrnu milli Spánverja og Englendinga í Sevilla á Spáni. Allra augu beinast að David Beckham sem getur jafnað leikjamet Bobby Moore sem útispilara með enska landsliðinu með því að spila sinn 108. landsleik, en Beckham hefur slegið í gegn með stórliði AC Milan á Ítalíu undanfarið.

En leikurinn í kvöld er athyglisverður fyrir margra hluta sakir. Til dæmis koma tíu leikmenn Spánar úr röðum Barcelona og Liverpool, eða fimm frá hvoru liði. Aðeins tveir koma úr röðum Real Madrid, þeir Iker Casillas markvörður og varnarmaðurinn Sergio Ramos.

Frá Liverpool koma þeir Fernando Torres, sem Rafa Benítez, þjálfari Liverpool, vill að spili sem minnst, enda nýstiginn upp úr meiðslum, Xabi Alonso, Albert Riera, Alvaro Arbeloa og Pepe Reina.

Úr röðum Börsunga koma þeir Xavi, Andrés Iniesta, Sergi Busquets, Carles Puyol og Gerard Piqué, en einhvern tíma hefði það þótt saga til næsta bæjar að uppistaðan í spænska landsliðinu væri frá ensku liði en ekki Real Madrid og Barcelona eingöngu.

 Nánar er fjallað um leikinn í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert