Nær Man.Utd átta stiga forystu?

Alex Ferguson og Cristiano Ronaldo gætu verið í enn betri …
Alex Ferguson og Cristiano Ronaldo gætu verið í enn betri stöðu með Man.Utd eftir leikinn í dag. Reuters

Manchester United getur náð átta stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, og jafnframt leikið 15. leikinn í röð í deildinni án þess að fá á sig mark.

Manchester United tekur á móti Blackburn Rovers á Old Trafford í síðasta leik dagsins en hann hefst kl. 17.30. Fimm stig skilja að United og Liverpool, sem mætir Manchester City á Anfield á morgun.

Liðin í þriðja og fjórða sæti deildarinnar, Aston Villa og Chelsea, eigast við í fyrsta leik helgarinnar en dagskráin í heild er þessi:

Laugardagur:
12.45 Aston Villa - Chelsea
15.00 Arsenal - Sunderland
15.00 Bolton - West Ham
15.00 Middlesbrough - Wigan
15.00 Stoke - Portsmouth
17.30 Manchester United - Blackburn

Sunnudagur:
13.30 Fulham - WBA
15.00 Liverpool - Manchester City
16.00 Newcastle - Everton

Mánudagur:
20.00 Hull - Tottenham

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert