Ferguson í vandræðum með vörnina

Jonny Evans gnæfir yfir samherja og mótherja í leiknum í …
Jonny Evans gnæfir yfir samherja og mótherja í leiknum í gær. Reuters

Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United er kominn í vandræði með að stilla upp vörn sinni fyrir leikinn gegn Inter Mílanó í Meistaradeild Evrópu eftir að miðvörðurinn Jonny Evans haltraði af velli í leik liðsins gegn Blackburn í úrvalsdeildinni í gær.

Nemanja Vidic tekur út leikbann í leiknum og þeir Wes Brown og Gary Neville eru báðir meiddir, auk þess sem John O'Shea er tæpur. Ólíklegt er talið að Evans nái að spila leikinn.

„Þetta er martröð, ég þarf að finna einhvers staðar tvo miðverði. Það er afar ólíklegt að Jonny geti spilað," sagði Ferguson, sem líklega þarf að færa miðjumann í vörnina eða tefla fram nýliðanum James Chester í þessum mikilvæga leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert