Villa án átta fastamanna í Moskvu

Curtis Davies er einn af fáum fastamönnum hjá Villa sem …
Curtis Davies er einn af fáum fastamönnum hjá Villa sem spilar í Moskvu. Reuters

Martin O'Neill, knattspyrnustjóri Aston Villa, hefur kveðið skýrt upp með hverjar hans áherslur eru á þessu keppnistímabili. Hann skilur átta fastamenn eftir heima fyrir seinni leikinn gegn CSKA í 32ja liða úrslitum UEFA-bikarsins sem fram fer í Moskvu á fimmtudaginn.

Gareth Barry, Brad Friedel, Emile Heskey, James Milner, Ashley Young, Gabriel Agbonlahor, Carlos Cuellar og Stiliyan Petrov munu ekki spila í Moskvu en fyrri leik liðanna í Birmingham lauk með jafntefli, 1:1.

Aston Villa er í fjórða sæti úrvalsdeildarinnar, sem gefur keppnisrétt í forkeppni Meistaradeildar Evrópu, og á það hefur O'Neill sett stefnuna, umfram annað.

„Það skiptir öllu máli að komast í Meistaradeildina. Við erum ekki með eins stóran leikmannahóp og Manchester United, Liverpool, Chelsea og Arsenal. Með því er ég ekki að játa að við séum lakari - þetta er raunsæi. Enginn leikmanna okkar notaði fyrri leikinn gegn CSKA sem afsökun fyrir tapinu gegn Chelsea - en ég geri það. Þetta hljómar kannski einkennilega, en ef við hefðum verið sjöunda til níunda sæti deildarinnar hefði málið horft allt öðru vísi við," sagði O'Neill við BBC.

Auk þeirra átta sem þegar eru nefndir, eru þeir Martin Laursen, Nigel Reo-Coker og Wilfred Bouma allir frá keppni  vegna meiðsla.

Þessir 19 leikmenn fara til Moskvu: Brad Guzan, Stuart Taylor, Elliott Parish, Luke Young, Curtis Davies, Zat Knight, Nicky Shorey, Eric Lichaj, Ciaran Clark, Shane Lowry, Steve Sidwell, Moustapha Salifou, Craig Gardner, Isiah Osbourne, Barry Bannan, Mark Albrighton, Marlon Harewood, John Carew, Nathan Delfouneso.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert