Ryan Giggs: Stefnum á að vinna alla bikarana

Liðsmenn Manchester United fagna deildameistaratitlinum í dag.
Liðsmenn Manchester United fagna deildameistaratitlinum í dag. Reuters

Ryan Giggs segir að Manchester United stefni að því að vinna alla titlana sem í boði eru á tímabilinu en United vann í dag annan titil sinn á leiktíðinni þegar það bar sigurorð af Tottenham í úrslitaleik deildabikarkeppninnar. Áður hafði Manchester-liðið fagnað sigri á HM félagsliða og er í baráttunni á þremur vígstöðvum.

,,Þetta var bikarúrslitaleikur svo auðvitað vildum við vinna. Við unnum heimsbikarinn og vonandi heldur þessi sigurganga bara áfram. Sir Alex hefur mikið hungur og löngun til að vinna alla bikarana sem í boði eru og við leikmenn verðum að hafa það líka,“sagði Ryan Giggs eftir leikinn við Tottenham.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert