Liverpool sigraði Sunderland

Úr leik Liverpool og Sunderland í kvöld.
Úr leik Liverpool og Sunderland í kvöld. Reuters

Liverpool sigraði Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í kvöld, 2:0, með mörkum frá David N´Gog og Yossi Benayoun. Liðið er þó áfram í þriðja sæti deildarinnar, þar sem Chelsea vann einnig sinn leik í kvöld, gegn Portsmouth.

Sigurinn í kvöld var nauðsynlegur fyrir Liverpool, ætluðu þeir sér að vera áfram með í titilbaráttunni gegn Manchester United og Chelsea, sem hafa náð Liverpool að stigum undir stjórn Guus Hiddink.

Það var David N´Gog sem kom Liverpool yfir á 52. mínútu eftir sendingu frá Steven Gerrard og Youssi Benayoun tryggði liðinnu sigurinn með marki á 65. mínútu.

Leikmenn Sunderland geta þó bitið sig í handabökin, því Kenwyne Jones fékk dauðafæri í fyrri hálfleik, er hann komst einn í gegn á móti Pepe Reina í markinu, en laust skot hans var lítið vandamál fyrir Spánverjann snjalla.

Liverpool - Sunderland 2:0 (David N´Gog 52. Yossi Benayoun 65.)

Liverpool: Pepe Reina, Javier Mascherano, Martin Skrtel, Jamie Carragher, Emiliano Insua, Yossi Benayoun, Steven Gerrard, Xabi Alonso, Albert Riera, Dirk Kuyt, David N´Gog. Varamenn: Diego Cavalieri, Andrea Dossena, Sami Hyypia, Fabio Aurelio, Ryan Babel, Lucas Leive, Nabil El Zhar.

Sunderland: Marton Fulop, Tal Ben-Haim, Anton Ferdinand, Danny Collins, George McCartney, Steed Malbranque, Dean Whitehead, Andy Reid, Grant Leadbitter, Kieran Richardson, Kenwyne Jones. Varamenn: Craig Gordon, Phil Bardsley, Carlos Edwards, Djibril Cissé, Daryl Murphy, Calum Davenport, David Healy.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert