Guðjón ánægður með sína menn

Guðjón Þórðarson
Guðjón Þórðarson mbl.is

Guðjón Þórðarson knattspyrnustjóri Crewe var mjög ánægður með framlag lærisveina sinna í leiknum gegn Colchester í ensku 2. deildinni í knattspyrnu í dag en Crewe vann góðan 1:0 útisigur og er komið upp í 17. sæti deildarinnar.

,,Við urðum að nálgast leikinn af varfærni því fyrir leikinn hafði Colchester unnið fimm leiki í röð og er mjög gott lið. Þetta er lið sem er í hörkuformi svo við urðum að spila vel og verjast vel og það gerðum við. Við vorum öruggir í öftustu varnarlínu og þegar við þurfum á að halda þá varði John Ruddy vel,“ segir Guðjón á vef félagsins. 

Þetta var 13. leikurinn sem Guðjón stýrir Crewe-liðinu í deildinni og er uppskeran 8 sigrar, 4 ósigrar og 1 jafntefli.

,,Ég var ánægður að fara inn í leikhléið með 0:0 og ég sagði við strákana í hálfleiknum að þeir yrðu að vera ágengari og spila beittari sóknarleik. Mér fannst við ná að gera það í seinni hálfleik og við vorum nærri því að skora annað mark en Colchester að jafna metin. Ég verð að hrósa leikmönnum fyrir mikla vinnusemi og þann anda sem er í liðinu,“ sagði Guðjón.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert