Gerrard lýsir sig saklausan

Steven Gerrard hefur í mörg horn að líta þessa dagana.
Steven Gerrard hefur í mörg horn að líta þessa dagana. Reuters

Steven Gerrard, fyrirliði enska knattspyrnuliðsins Liverpool, kvaðst saklaus af því að hafa veitt manni áverka á skemmtistað þann 29. desember, þegar hann kom fyrir rétt í Liverpool í dag ásamt sex öðrum mönnum sem ákærðir hafa verið í sama máli.

Marcus McGee, 34 ára gamall athafnamaður, kærði sexmenningana fyrir að veita sér áverka í andliti í átökum sem áttu sér á staðnum Lounge Inn í bænum Southport aðfaranótt 29. desember.

Þeir lýstu sig allir saklausa af ákærunni en í hópnum eru tveir leikmenn 3. deildarliðsins Accrington Stanley.

Gerrard og félögum hefur verið fyrirskipað að hafa ekkert samband við vitni í málinu og koma ekki á umræddan veitingastað nema með lögmann með sér.

Rétti var síðan frestað til 20. júlí.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert