Ferguson hafnar rifrildi við Rooney

Alex Ferguson neitar því að hafa rifist harkalega við Wayne …
Alex Ferguson neitar því að hafa rifist harkalega við Wayne Rooney. Reuters

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að orð Marks Lawrensons, knattspyrnusérfræðings hjá BBC, um heiftarlegt rifrildi sitt við Wayne Rooney eftir skellinn gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á dögunum, séu tómur þvættingur.

Lawrenson, sem var lykilmaður í vörn Liverpool um árabil, sagði: „Það vita allir að Rooney lenti í heiftarlegu rifrildi við Ferguson eftir Liverpool-leikinn og var síðan settur út úr byrjunarliðinu fyrir leikinn gegn Fulham. Þetta er viðvarandi vandamál en ef einhver getur leyst það, þá er það Sir Alex."

„Mér var sagt af þessum ummælum sem eru tómur þvættingur. Ég veit ekki hvar þetta á rætur sínar en orðin "það vita allir" segja sína sögu. Ég var á staðnum og vissi þetta ekki. Þessir menn búa til sögur en hverjum er ekki skítsama? Það var ekkert sagt meira um þetta, sem undirstrikar það sem ég segi, því væri þetta rétt, hefði það komið fram," sagði Ferguson.

Hann býr nú lið sitt undir leik við Aston Villa sem hefst kl. 15 á Old Trafford og og þar getur United náð toppsætinu úr höndum Liverpool á ný.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert