Terry varar sína menn við andvaraleysi

John Terry fagnar eftir sigurinn á Anfield í síðustu viku.
John Terry fagnar eftir sigurinn á Anfield í síðustu viku. Reuters

John Terry fyrirliði Chelsea varar sína menn við andvaraleysi þegar þeir mæta Liverpool í síðari leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar á Stamford Bridge annað kvöld. Chelsea stendur vel að vígi eftir að hafa unnið á Anfield 3:1 en Terry, sem verður í leikbanni, segir Liverpool vel fært um að snúa dæminu við.

,,Við skulum hafa það alveg á hreinu að Liverpool vann Meistaradeildina árið 2005 eftir að hafa lent 3:0 undir í fyrri hálfleik í úrslitaleiknum svo það má ekki vera neitt andvaraleysi. Við sýndum frábæra frammistöðu á Anfield með því að vinna og skora þrjú mörk en þar með er einvígið ekki unnið. Við þurfum að spila með sama hætti í seinni leiknum til að klára dæmið,“ segir Terry.

Terry á sér þann draum að hampa Evrópumeistaratitlinum í Róm í vor en eins og flestir vita klúðraði hann vítaspyrnu á örlagastundu í vítaspyrnukeppninni gegn Manchester United í úrslitaleiknum í Meistaradeildinni í Moskvu á síðustu leiktíð.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert