United skoraði 5 mörk á 22 mínútum og fór á toppinn

Cristiano Ronaldo skorar fyrsta mark United úr vítaspyrnu.
Cristiano Ronaldo skorar fyrsta mark United úr vítaspyrnu. Reuters

Manchester United er komið í toppsætið í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á ný eftir ótrúlegan 5:2 sigur á Tottenham á Old Trafford í kvöld. Tottenham var 2:0 yfir í leikhléi með mörkum frá Darren Bent og Luca Modric en meistararnir fóru hamförum í seinni hálfleik og skoruðu 5 mörk á 22 mínútum. Ronaldo og Rooney gerðu tvö mörk hvor og Dimitar Berbatov skoraði síðasta markið.

Innáskipting Carlosar Tevéz í hálfleik hleypti rosalegu lífi í leik Manchester-liðsins og það var ekki síst fyrir hans frammistöðu sem meistararnir komust á sporið. United hefur nú 77 stig, er þremur stigum á undan Liverpool og á að auki leik til góða.

Textalýsing er hér að neðan:

90. Howard Webb flautar til leiksloka. 

79. Dimitar Berbatov kemur United í 5:2 eftir undirbúning frá Rooney. Manchester United er þar með búið skora 5 mörk á 22 mínútum.

72. 4:2 Wayne Rooney var að skora fjórða markið og koma liðinu í 4:2. Hreint ótrúlegur leikkafli hjá Englandsmeisturunum.

69. 3:2 Cristiano Ronaldo var að koma Englandsmeisturunum í 3:2 með laglegu skallamarki eftir sendingu frá Wayne Rooney.

66. 2:2 Wayne Rooney hefur jafnað metin á Old Trafford. Rooney fékk sendingu frá Tevez, sem hefur heldur betur breytt gangi mála, og skoraði með lúmsku skoti.

57. Cristiano Ronaldo minnkar muninn í 2:1 með marki úr vítaspyrnu. Vítið var dæmt á Gomes markvörð Tottenham eftir viðskipti hans og Micael Carricks. Leikmenn Tottenham mótmæltu dómnum kröfuglega en Howard Webb lét ekki segjast og dæmdi vítið sem Ronaldo skoraði úr af öryggi.

Sir Alex Ferguson gerði eina breytingu á liði sínu í hálfleik. Hann tók Nani af velli og inná er kominn Carlos Tevéz.

32. Luca Modric kemur Tottenham í 2:0 á Old Trafford. Króatinn skoraði með föstu skoti úr vítateignum eftir góðan undirbúning frá Aaron Lennon sem hefur leikið Patrice Evra grimmt.

29. Darren Bent er búinn að koma Tottenham yfir. Hann hafði betur í háloftabardaga gegn Rio Ferdinand og skoraði með föstu skoti rétt utan markteigs.

Man Utd: Van der Sar, Rafael Da Silva, Ferdinand, Vidic, Evra, Ronaldo, Carrick, Fletcher, Nani, Berbatov, Rooney. Varamenn: Foster, Anderson, Scholes, O'Shea, Evans, Tevez, Macheda.

Tottenham: Gomes, Corluka, Woodgate, King, Assou-Ekotto, Lennon, Palacios, Jenas, Modric, Keane, Bent. Varamenn: Cudicini, Hutton, Bale, Zokora, Bentley, Huddlestone, Chimbonda.

Rafael í baráttu við Luca Modric.
Rafael í baráttu við Luca Modric. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert