Chelsea skellti Arsenal á Emirates

Alex skorar hér fyrsta mark leiksins.
Alex skorar hér fyrsta mark leiksins. Reuters

Chelsea heldur enn í vonina um að ná öðru sætinu í ensku úrvalsdeildinni eftir öruggan 4:1 sigur á útivelli gegn Arsenal í dag. Chelsea hefur 77 stig í þriðja sæti, er þremur stigum á eftir Liverpool, en ljóst er að Arsenal endar í fjórða sætinu en liðið er með 68. stig. Þetta var fyrsta tap Arsenal í deildinni í 22 leikjum.

Bein lýsing hér

90. Phil Dowd flautar til leiksloka á Emirates. Chelsea leggur Arsenal að velli, 4:1. Tölurnar gefa ekki rétta mynd af leiknum en Chelsea nýtt sín færi á meðan Arsenal gerði það ekki.

86. MARK!! Florent Malouda skorar fjórða mark Chelsea eftir skot frá Anelka sem small í stönginni náði Malouda frákastinu og skoraði af stuttu færi.

70. MARK!! Nicklas Bendtner er búinn að minnka muninn fyrir Arsenal. Daninn var nýkominn inná sem varamaður og skoraði með góðum skalla.  Bendtner komst í fréttirnar í vikunni þegar birtar voru myndir af honum labba út af næturklúbbi með buxurnar á hælunum en stuttbuxurnar eru á sínum stað.

48. MARK!! Kolo Toure er búinn að bæta þriðja markinu við fyrir Chelsea en hann varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Annan leikinn í röð lendir Arsenal 0:3 undir á heimavelli sínum.

38. MARK!! Chelsea skorar aftur gegn gangi leiksins. Nú er það Nicolas Anelka sem skorar með föstu skoti utan vítateigsins.

27. MARK!! Brasilíumaðurinn Alex kemur Chelsea yfir þvert gegn gangi leiksins. Alex skoraði með glæsilegri kollspyrnu eftir aukaspyrnu frá Drogba.

Arsenal: Fabianski, Sagna, Toure, Silvestre, Gibbs, Walcott, Nasri, Song Billong, Diaby, Fabregas, Van Persie.
Varamenn: Mannone, Denilson, Ramsey, Djourou, Adebayor, Bendtner, Eboue.


Chelsea: Cech, Bosingwa, Alex, Terry, Ashley Cole, Essien, Mikel, Lampard, Anelka, Drogba, Malouda.
Varamenn: Hilario, Ivanovic, Di Santo, Ballack, Kalou, Belletti, Mancienne.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert