Le Tissier að taka yfir Southampton

Peter Crouch lék um tíma með Southampton áður en hann …
Peter Crouch lék um tíma með Southampton áður en hann var seldur til Liverpool. Reuters

Matthew Le Tissier, goðsögnin sparkvissa sem lék allan sinn feril með Southampton liðinu frá 1986-2002, er í forsvari hóps fjárfesta sem hafa fengið forkaupsrétt á eignarhaldsfélaginu sem rekur Southampton knattspyrnufélagið, en það var lýst gjaldþrota á dögunum, með þeim afleiðingum að stig voru dregin af félaginu svo það féll niður í C-deild.

Síðan liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni árið 2005 hefur leiðin legið niður á við. Liðinu hefur gengið bölvanlega á vellinum og ekki bætti úr skák að rekstur félagsins hefur verið erfiður og var félagið úrskurðað gjaldþrota í apríl síðastliðnum. Í ofanálag, reglum samkvæmt, voru 10 stig dregin af liðinu og féll því liðið úr Coca-Cola deildinni í 1. deildina, eða þriðju efstu deild á Englandi.

Le Tissier, sem er besti leikmaður félagsins frá upphafi, og sá vinsælasti, styður fjárfestingarhópinn The Pinnacle Consortium til að taka yfir félagið, sem ætlar sér að rétta úr skuldakútnum.

„Þetta eru frábærar fréttir fyrir alla í Southampton. Nú þarf ég ekki að taka neina erfiða ákvörðun,“ sagði markvörður og fyrirliði Southampton, Kelvin Davis, en útlit var fyrir að leikmenn liðsins fengu ekki greidd laun fyrir maí mánuð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert