Redick næsti þjálfari Lakers?

JJ Redick gæti tekið við Los Angeles Lakers
JJ Redick gæti tekið við Los Angeles Lakers AFP

JJ Redick er orðaður við þjálfarastarf Los Angeles Lakers í NBA deildinni í körfubolta en félagið sagði Darvin Ham upp störfum á dögunum. Lakers féll úr keppni í átta liða úrslitum gegn Denver Nuggets.

Redick spilaði meðal annars fyrir Orlando Magic og LA Clippers á fimmtán ára ferli sínum í deildinni en hefur starfað sem sérfræðingur um NBA í sjónvarpi síðan skórnir fóru á hilluna. Redick heldur einnig úti hlaðvarpinu Mind the Game Pod með LeBron James, leikmanni Lakers, þar sem þeir ræða körfubolta af mikilli þekkingu.

LeBron James
LeBron James AFP/Matthew Stockman

Lakers munu samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs ræða við þó nokkra kandídata en Redick er þar á meðal ásamt Sam Cassell, aðstoðarþjálfara Boston Celtics og James Borrego, astoðarþjálfara New Orleans Pelicans. 

Lakers eru taldir ætla að tala við töluvert marga og gefa sér góðan tíma í ferlið en þjálfarar liðsins eru yfirleitt ekki langlífir í starfi ef þeir vinna ekki titla. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert