Anelka stóð sig best allra

Nicolas Anelka framherji Chelsea.
Nicolas Anelka framherji Chelsea. Reuters

Nicolas Anelka , franski framherjinn hjá Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, stóð sig best allra leikmanna deildarinnar samkvæmt útreikningum Actim , sem heldur utan um alla tölfræði deildarinnar.

Anelka varð markakóngur úrvalsdeildarinnar en Frakkinn skoraði 19 mörk, einu meira en Cristiano Ronaldo úr Manchester United sem varð markahæsti leikmaður deildarinnar í fyrra.

Grétar Rafn Steinsson komst á topp 100 manna listann en bakvörðurinn knái úr Bolton varð í 73. sæti á tölfræðilistanum.

Þessir urðu í 10 efstu sætunum:

751 - Nicolas Anelka, Chelsea
655 - Dirk Kuyt, Liverpool
653 - Frank Lampard
586 - Dimitar Berbatov, Man Utd
575 - Gabriel Agbonlahor, Aston Villa
573
- Jose Reina, Liverpool
564 - Gareth Barry, Aston Villa
552 - Jamie Carragher, Liverpool
540 - Steven Gerrard, Liverpool
540 - Nemanja Vidic, Man Utd

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert