Tottenham vill Ashley Young

Ashley Young er nú orðaður við Tottenham.
Ashley Young er nú orðaður við Tottenham. Morgunblaðið/hag

Tottenham, enska úrvalsdeildarliðiðið í knattspyrnu, er nú sagt á eftir Ashley Young sem spilar með Aston Villa. Þykir útséð að þeir Klaas Jan Huntelaar, Arjen Robben og Gabriel Heinze hjá Real Madrid komi ekki til félagsins.

Young hefur einnig verið orðaður við Liverpool og Chelsea, en nú er Tottenham talið eiga góða möguleika á leikmanninum, því Aston Villa er sagt hafa augastað á einum leikmanna Tottenham, David Bentley, sem gæti farið í skiptum fyrir Young.

Þá hefur faðir Arjen Robben veðjað heilli vínflösku um að leikmaðurinn muni ekki fara til Tottenham, en óvíst er um fjölda leikmanna Real Madrid eftir kaup liðsins á Kaká og Ronaldo.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert