Tévez ákvað að fara til City fyrir tveimur vikum

Carlos Tévez í baráttu við Grétar Rafn Steinsson.
Carlos Tévez í baráttu við Grétar Rafn Steinsson. Reuters

Enskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Argentínumaðurinn Carlos Tévez hafi verið búinn að ákveða það fyrir tveimur vikum síðan að ganga til liðs við Manchester City frá Englandsmeisturum Manchester United en í fyrradag greindi umboðsmaður leikmannsins frá því að Tévez hafði hafnað tilboði frá United.

Enska blaðið Mirror greinir frá því í dag að Tévez muni skrifa undir fimm ára samning við Manchester City á næstu dögum en City greiðir 25.5 milljónir punda fyrir Argentínumanninn sem jafngildir 5,4 milljörðum íslenskra króna.

Tévez verður ekki á neinum slorlaunum hjá ríkasta liði heims en talið er að hann fái 130.000 pund á viku sem jafngildir 27,5 milljónum króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert