Engin eftirspurn eftir Owen-treyjum

Mörgum stuðningsmönnum Liverpool þykir ekki gaman að sjá þessa mynd. …
Mörgum stuðningsmönnum Liverpool þykir ekki gaman að sjá þessa mynd. Owen í búningi Manchester United. Á móti virðist koma sú staðreynd að stuðningsmenn United vilja ekki heldur sjá hann í búningi liðsins. Reuters

Síðan enski framherjinn Michael Owen gekk til liðs við Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á föstudag, hefur búðin sem selur treyjur félagsins á Old Trafford, ekki fengið neina pöntun um treyju með nafni Owens.

Þó eflaust hafi það einhver áhrif að leikmanninum hefur enn ekki verið úthlutað númeri innan liðsins, þá segja verslunarstjórar búðarinnar að þeir eigi ekki von á því að margar treyjur seljist með nafni Owens. Skýringin sé bæði sú að margir telji hann ekki nógu góðan til að vera hjá félaginu, og þá að hann sé fyrrum leikmaður Liverpool, sem er erkiandstæðingur Manchester United.

„Við eigum ekki von á mikilli eftirspurn, ekki einu sinni þegar við vitum hvaða númer hann fær. En eins og staðan er nú, hefur enginn einu sinni spurt um það,“ sagði starfsmaður Old Trafford verslunarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka