Benítez: Skulda Liverpool að halda kyrru fyrir

Xabi Alonso leikmaðurinn öflugi hjá Liverpool.
Xabi Alonso leikmaðurinn öflugi hjá Liverpool. Reuters

Rafael Benítez knattspyrnustjóri Liverpool segir að Xabi Alonso og Javier Mascherano skuldi Liverpool að halda kyrru fyrir hjá félaginu en miðjumennirnir öflugu hafa sterklega verið orðaðir við spænsku risana, Alonso við Real Madrid og Mascherano við Barcelona.

Benítez er bjartsýnn á að tvímenningarnir verði um kyrrt á Anfield og hann vill að þeir sýni félaginu hollustu.

,,Ég held ekki að Alonso og Mascherano fari. Það er á hreinu að báðir eru þeir á samningi við Liverpool og það á langtímasamningi. Það hefur mikið verið skrifað, mikið um sögusagnir, en leikmennirnir eru samningsbundnir og við þurfum ekkert að ræða meira um það. Þeir eru báðir frábærir leikmenn og ég verð afar lukkulegur að halda þeim. Þeir þeir góða samninga við félagið,“ sagði Benítez við fréttamenn í dag.

,,Alonso kom til okkar frá Real Sociedad og margir utan Spánar höfðu ekki heyrt mikið af honum. Hann hefur gert það gott með okkur við endurnýjuðum samninginn við hann vegna þess. 

Mascherano kom frá West Ham þar sem hann gerði það ekki gott. Við fengum hann til okkar og gerðum við hann góðan samning. Við erum ánægðir með þá báða og félagið hefur reynst þeim afar vel,“ sagði knattspyrnustjórinn.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert