Man.Utd getur eytt 60 milljón pundum í leikmenn

Sir Alex Ferguson getur styrkt sitt lið umtalsvert ef hann …
Sir Alex Ferguson getur styrkt sitt lið umtalsvert ef hann vill. Reuters

Talsmaður eigenda Manchester United, Glazer-fjölskyldunnar bandarísku, segir að Alex Ferguson knattspyrnustjóri hafi 60 milljónir punda til umráða til að styrkja lið sitt fyrir næsta tímabil.

Ferguson hefur áður sagt að hann sé kominn með þann hóp sem hann þarf til að vinna stóru titlana. Hann seldi Cristiano Ronaldo fyrir 80 milljónir punda en hefur eytt litlu í að fá Michael Owen, Antonio Valencia, Gabriel Obertan og Mame Biram Diouf í sinn hóp í staðinn.

„Stjórinn hefur ekki fundið aðra leikmenn sem myndu hæfa Manchester United. Félagið vill ekki kaupa leikmenn sem ekki hafa rétta metnaðinn og eru ekki tilbúnir til að leggja allt sitt í að spila fyrir Manchester United sagði talsmaðurinn, Teshin Neyani.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert