Zola segist vera í viðræðum við Eið Smára

Eiður Smári Guðjohnsen er sterklega orðaður við West Ham.
Eiður Smári Guðjohnsen er sterklega orðaður við West Ham. Reuters

Gianfranco Zola knattspyrnustjóri West Ham segist vera að vinna í því á fullu að fá Eið Smára Guðjohnsen til liðs við sig frá Barcelona. Zola segir í samtali við enska blaðið Daily Mirror í dag að hann sé í viðræðum við Eið um félagaskiptin en saman léku þeir með Chelsea á árum áður.

,,Hann er að spila með Barcelona og er í Meistaradeildinni og þó svo hann spili ekki reglulega þá er hann í herbúðum liðsins,“ segir Zola við Daily Mirror. ,,Hann hefur þann valkost að spila með West Ham, sem er auðvitað miklu minni klúbbur. Ég skil hins vegar áhyggjur hans. Hann er mannlegur. West Ham er gott félag sem á framtíðina fyrr sér en kannski sér hann það ekki en við skulum sjá hvað gerist,“ segir Zola.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert