Fer Robben til United?

Arjen Robben.
Arjen Robben. Reuters

 

Orðrómur er í gangi að Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United hyggist gera tilboð í hollenska landsliðsmanninn Arjen Robben áður en félagaskiptaglugganum verður lokað um mánaðarmótin.

Götublaðið The Sun greinir frá því í dag að Manchester United sé reiðubúið að greiða 15 milljónir fyrir Hollendinginn sem er á mála hjá Real Madrid.

Sir Alex hefur lengi haft augastað á Robben og árið 2004 munaði minnstu að hann gengi í raðir United en svo fór að lokum að Chelsea keypti kappann á 12 miljónir punda. Fyrir tveimur árum seldi svo Chelsea kantmanninn knáa til Real Madrid fyrir 24 milljónir punda.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert