Ferguson vill fá betri dómgæslu

Sir Alex Ferguson vill auka gæði dómgæslu í fótbolta.
Sir Alex Ferguson vill auka gæði dómgæslu í fótbolta. Reuters

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segir rétta tímann til að bæta dómgæslu, annaðhvort með fleiri dómurum á vellinum, eða með notkun tækninnar, vera núna. Ferguson varð vitni að leikaraskap Eduardo í leik Arsenal og Celtic í undankeppni Meistaradeildarinnar, sem hefur vakið upp áleitnar spurningar varðandi dómgæslu í knattspyrnu.

„Það hefur mikið verið rætt um þetta mál síðasta áratuginn. Ekkert hefur verið gert. Tíminn er núna! Platini hefur sínar skoðanir á því að vera með fleiri dómara á vellinum, en flestir vilja notfæra sér tæknina. En hver sem umræðan er, ætti hún að leiða til þess að aðstoða dómara í sínu starfi við slíkar aðstæður sem sköpuðust á miðvikudaginn. Það er engin spurning að með auknum hraða í fótboltanum, þurfi að notast við tæknina, eða auka dómara í leiknum,“ sagði Ferguson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert