Man.Utd líka hótað FIFA-banni

Alex Ferguson og hans mönnum er hótað að þeir verði …
Alex Ferguson og hans mönnum er hótað að þeir verði kærðir til FIFA, eins og Chelsea. Reuters

Ensku meistararnir Manchester United eiga yfir höfði sér svipað mál og Chelsea því franska félagið Le Havre hefur hótað að kæra félagið til FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandsins. Frakkarnir telja að United hafi staðið ólöglega að því að fá til sín táninginn Paul Pogba.

Chelsea má ekki kaupa leikmenn fyrr en í janúar 2011 samkvæmt úrskurði FIFA, sem telur félagið hafa brotið reglur sambandsins þegar það fékk til sín franska piltinn Gael Kakuta frá Lens fyrir tveimur árum.

„Þetta er algjör vitleysa. Við gerðum allt samkvæmt reglum UEFA," sagði talsmaður United við Sky Sports í kvöld.

Alain Belsoeur, framkvæmdastjóri Le Havrel sagði við The Times í dag að málið væri í fullum gangi. Hann segir félag sitt hafa gögn í höndunum sem sýni að forráðamenn Manchester United hafi staðið ólöglega að því að fá Pogba til síkn.

„Þetta er mjög alvarlegt mál og við erum sannfærðir um að við vinnum það því málið snýst ekki bara um okkar félag heldur íþróttir í heild sinni. Við leggjum 5 milljónir evra árlega í okkar akademíu, en með henni gefum við okkar eigin leikmönnum tækifæri til að vinna sig inní aðalllið okkar. Ekki til þess að vera uppeldisstöð fyrir önnur félög. Það er lítið  gagn í því að fjárfesta í akademíu ef leikmenn hverfa á brott þegar þeir eru 16 ára. FIFA hefur sent skýr skilaboð um að það eigi að vernda uppbyggingarstarf félaganna," sagði Belsoeur við The Times.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert