Mascherano klár í slaginn með Liverpool

Javier Mascherano er búinn að jafna sig af meiðslum.
Javier Mascherano er búinn að jafna sig af meiðslum. Reuters

Argentínumaðurinn Javier Mascherano er búinn að jafna sig af meiðslum og er klár í slaginn með Liverpool þegar það mætir ungverska meistaraliðinu Debrecen í riðlakeppni Meistaradeildarinnar annað kvöld.

Mascherano meiddist á mjöðm  í leik með Argentínumönnun í síðustu viku og gat ekki verið með í leik Liverpool og Burnley um síðustu helgi þar sem Liverpool vann stórsigur, 4:0.

Rafael Benítez getur þar með stillt upp sínu sterkasta liði en þeir einu sem eru á sjúkralistanum eru Nabil El Zhar og Albert Aquilani.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert