Terry hundfúll með spilamennsku Chelsea

John Terry þakkar stuðningsmönnum Chelsea fyrir stuðninginn gegn Wigan ásamt …
John Terry þakkar stuðningsmönnum Chelsea fyrir stuðninginn gegn Wigan ásamt Frank Lampard. Reuters

John Terry fyrirliði Chelsea skýtur harkalegum skotum að samherjum sínum fyrir dapra frammistöðu í leiknum við Wigan á laugardaginn í viðtali við enska blaðið The Sun í dag.

Chelsea tapaði þar með fyrstu stigum sínum í deildinni á DW vellinum í Wigan og var þetta fyrsti sigur Wigan á hinum ,,fjórum stórum“ í 35 tilraunum gegn þeim.

,,Maður vill sjá hvern einasta leikmann berjast inni á vellinum en við gerðum það ekki. Við unnum ekki skallaeinvígin eða tæklingarnar og það er einfaldlega ekki nógu gott.

Þú getur farið hvert sem er og ekki spilað vel. En þegar þú mætir á stað eins og þennan þá verður þú að leggja þig fram jafnmikið og andstæðingurinn. Við gerðum það ekki og það eru mestu vonbrigðin,“ sagði Terry.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert