Fjórða tap Liverpool í röð - Jafntefli hjá Arsenal

Yossi Benayoun kemur Liverpool yfir á Anfield.
Yossi Benayoun kemur Liverpool yfir á Anfield. Reutrs

Liverpool tapaði sínum fjórða leik í röð þegar liðið lá á heimavelli fyrir Lyon, 1:2, í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu. Yossi Benayoun kom Liverpool yfir undir lok fyrri hálfleik en varamennirnir Gonalons og Delgado tryggðu franska liðinu sætan sigur.

Lyon hefur þar með unnið alla þrjá leiki sína og hefur 9 stig en Liverpool hefur aðeins 3 stig. Í hinum leik riðilsins tapaði Debrecen á heimavelli fyrir Fiorentina, 3:4.  Lyon hefur 9 stig, Fiorentina og Liverpool 3 en Debrecen  er án stiga.

Í Hollandi skildu AZ Alkmaar og Arsenal jöfn, 1:1. Cesc Fabregas kom Arsenal yfir á 36. mínútu en Mendes jafnaði metin fyrir heimamenn í AZ Alkmaar á lokamínútunni. Í hinum leik riðilsins hafði Olympiakos betur gegn Standard, 2:1. Arsenal hefur 7 stig, Olympiakos 6, AZ Alkmaar 2 og Standard 1.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert