Nasri og Fabianski byrja hjá Arsenal

Samir Nasri verður í byrjunarliði Arsenal í kvöld.
Samir Nasri verður í byrjunarliði Arsenal í kvöld. Reuters

Samir Nasri og markvörðurinn Lukasz Fabianski leika sinn fyrsta leik með Arsenal á leiktíðinni í kvöld þegar liðið tekur á móti Liverpool í stórleik 16-liða úrslitanna í ensku deildabikarkeppninni.

Franski miðjumaðurinn Samir Nasri hefur jafnað sig eftir fótbrot og pólski markvörðurinn Fabianski er orðinn heill heilsu en hann hefur verið frá keppni vegna meiðsla í hné.

Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal teflir fram blönduðu liði þar sem yngri leikmenn félagsins fá tækifæri í bland við leikmenn á borð við Mikael Silvestre, Phillipe Senderos, Eduardo og Nicklas Bendtner.






 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert