Hart óákveðinn með Hermann

Hermann Hreiðarsson gæti spilað gegn Stoke á sunnudaginn.
Hermann Hreiðarsson gæti spilað gegn Stoke á sunnudaginn. Reuters

Paul Hart, knattspyrnustjóri Portsmouth, kveðst ekki vera búinn að ákveða hvort hann setji Hermann Hreiðarsson beint í lið sitt fyrir leikinn gegn Stoke í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn.

Hermann hefur loksins náð sér af meiðslum sem hann hefur glímt við síðan í ágúst en hann hefur misst af öllum leikjum Portsmouth til þessa á tímabilinu. Hann lék í 65 mínútur með varaliðinu í vikunni.

„Það er frábært að fá Hermann aftur, það er gífurlegur liðsauki fyrir okkur. Nú eigum við eftir að sjá hvernig hann jafnar sig eftir leikinn í vikunni og metum svo stöðuna," sagði Hart. Reiknað er með að Hermann verði í leikmannahópnum gegn Stoke en óvíst að hann taki þátt í leiknum.

Hermann kom inní lið Portsmouth á ný eftir nokkra bekkjarsetu síðasta vetur þegar Paul Hart tók við af Tony Adams í janúar. Hermann lék alla leiki liðsins eftir það og átti stóran þátt í að rétta við gengi þess þannig að það hélt sæti sínu í úrvalsdeildinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert