Arsenal lagði Hull á Emirates Stadium

Craig Fagan og Sami Nasri taka hér á hvor öðrum …
Craig Fagan og Sami Nasri taka hér á hvor öðrum á Emirates Stadium í kvöld. Reuters

Arsenal sigraði Hull, 3:0, í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni en liðin áttust við á Emirates Stadium í kvöld. Þetta var 1.900. sigur Arsenal í deildakeppni og með honum er liðið nú tveimur stigum á eftir Manchester United, sem er í öðru sæti, og á leik til góða.

Denilson skoraði fyrsta markið með skoti beint úr aukaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks. Hull fékk gullið tækifæri til að jafna metin á 56. mínútu þegar liðið fékk vítaspyrnu en Manuel Almunia varði frekar slaka spyrnu frá Geovanni.

Arsenal refsaði gestum sínum grimmilega því þremur mínútum síðar bætti Eduardo við öðru marki og það var síðan Abou Diaby sem innsiglaði sigur Lundúnaliðsins þegar hann skoraði þriðja markið á 80. mínútu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert