Hoddle orðaður við stjórastöðuna hjá Reading

Glenn Hoddle gæri verið á leið til Reading.
Glenn Hoddle gæri verið á leið til Reading. Reuters

Glenn Hoddle fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga er nú orðaður við knattspyrnustjórastöðuna hjá Íslendingaliðinu Reading en félagið leitar eftirmanns Brendan Rodgers sem var rekinn úr starfi stjóra Reading á dögunum.

Brian McDermott þjálfari varaliðs Reading var ráðinn tímabundið til að leysa Rodgers af hólmi og stýrði hann liðinu um síðustu helgi þegar það gerði 1:1 jafntefli við Bristol City.

Sky Sports fréttavefurinn hefur heimildir fyrir því að Hoddle sé inni í myndinni en var síðast knattspyrnustjóri hjá Wolves en hætti hjá félaginu fyrir þremur árum. Þar áður var Hoddle við stjórnvölinn hjá Swindon, Chelsea, Southampton og Tottenham.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert