Mancini: Leikmenn styðja mig

Mark Hughes var sagt upp sem stjóra Manchester City á …
Mark Hughes var sagt upp sem stjóra Manchester City á dögunum, DARREN STAPLES

Roberto Mancini, nýráðinn stjóri Manchester City, segist ekki efast um að leikmenn liðsins standi við bakið á honum og sýni honum fullt traust. Fregnir höfðu borist af því að einhverjir leikmanna liðsins hefðu kvartað við framkvæmdastjóra City vegna brottreksturs forvera Mancini, Mark Hughes. Voru þar helst nefndir framherjinn Craig Bellamy og markvörðurinn Shay Given.

Mancini segist hins vegar ekki hafa orðið var við kvartanir af hálfu leikmanna. „Þeir lögðu sig allir fram á síðustu æfingu liðsins,” sagði Mancini í samtali við AFP.

„Ég skil að margir leikmenn hafi átt náið samband við Mark Hughes, og það er góður hlutur. Þegar ég yfirgef City eftir 15 ár, fimm úrvalsdeildartitla og fjóra bikarmeistaratitla munu leikmenn væntanlega hafa sambærilegar tilfinningar í minn garð,” segir Mancini léttur í bragði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert