United komst ekki á toppinn

Cameron Jerome og Liam Ridgewell fagna marki þess fyrrnefnda
Cameron Jerome og Liam Ridgewell fagna marki þess fyrrnefnda Reuters

Manchester United tókst ekki að skjótast í efsta sætið í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið heimsótti Birmingham og varð að sætta sig við 1:1 jafntefli og eitt stig. Þrjú hefðu komið United upp fyrir Chelsea, en það tókst sem sagt ekki.

Chelsea er með 45 stig, Manchester United 44 og Arsenal 42 stig en United hefur leikið einum leik meira en keppinautarnir.

1:0 Cameron Jerome skorar fyrir heimamenn á 39. mínútu.

1:1  Meistararnir búnir að jafna eftir þunga sókn 64. mínútu. Eftir skot utan teigs fór boltinn í varnarmann Birmingham og í netið. Aðstoðardómarinn veifaði á rangstöðu á Rooney, en dómarinn lét markið standa.

RAUTT Darren Fletcher, leikmaður United, fékk að sjá gula spjaldið öðru sinni á 84. mínútu og þar með rautt.


Rooney fagnar.
Rooney fagnar. reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert