Defoe með þrennu og batt endi á ævintýri Leeds

Jermain Defoe fagnar öðru marki sínu á Elland Road í …
Jermain Defoe fagnar öðru marki sínu á Elland Road í kvöld. Reuters

Ævintýri Leeds United í ensku bikarkeppninni lauk á Elland Road í kvöld þegar liðið tapaði fyrir Tottenham, 1:3, í öðrum leik liðanna í 4. umferð keppninnar. Jermain Defoe skaut Tottenham áfram en framherjinn knái skoraði öll mörk Lundúnaliðsins í leiknum.

Defoe kom Tottenham yfir á 37. mínútu eftir undirbúning frá David Bentley en Luciano Becchio jafnaði metin fyrir heimamenn á lokasekúndum fyrri hálfleiks.

Defoe kom Tottenham aftur yfir á 74. mínútu, aftur eftir undirbúning Bentleys og Defoe fullkomnaði svo þrennu sína þegar hann komst einn í gegnum fáliðaða vörn Leedsara á lokamínútu leiksins.

Eiður Smári Guðjohnsen var ekki löglegur með Tottenham í kvöld þar sem hann var ekki kominn til liðsins þegar liðin áttust við á White Hart Lane. Hann verður hins vegar gjaldgengur í 16-liða úrslitunum en þá mætir Tottenham liði Bolton.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert