Hodgson: Þurftum á öllu okkar að halda

Zoltán Gera fagnar mörkum sínum með tilþrifum.
Zoltán Gera fagnar mörkum sínum með tilþrifum. Reuters

Roy Hodgson, knattspyrnustjóri Fulham, sagði að sínir menn hefðu þurft að sýna sínar allra bestu hliðar til að knýja fram sigur á UEFA-meisturunum Shakhtar Donetsk frá Úkraínu, 2:1, í Evrópudeild UEFA í kvöld.

Þetta var fyrri viðureign liðanna á Craven Cottage í London, í 32ja liða úrslitum keppninnar, og ljóst að enska liðið á erfiðan leik fyrir höndum í Úkraínu. Zoltán Gera skoraði í byrjun leiks og Bobby Zamora gerði síðan stórglæsilegt sigurmark í seinni hálfleiknum.

„Shakhtar lék geysilega vel í fyrri hálfleik og kannski voru mínir menn dálítið smeykir gegn þeim og ekki tilbúnir til að halda boltanum eins vel og þeir eru vanir. En við tókum okkur verulega saman í andlitinu í seinni hálfleik. Við mætum ekki svona sterkum liðum í hverri viku og þurftum á öllu okkar að halda til að knýja fram sigurinn," sagði Hodgson við BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert