City skellti Chelsea á Brúnni - Bridge tók ekki í hönd Terrys (myndband)

Wayne Bridge ákvað að taka ekki í höndina á John …
Wayne Bridge ákvað að taka ekki í höndina á John Terry fyrir leikinn. Reuters

Manchester City er komið upp í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir magnaðan útisigur á Chelsea, 4:2, þar sem tveir leikmenn Chelsea fengu að líta rauða spjaldið í seinni hálfleik. Chelsea er nú aðeins stigi á undan Manchester United í toppsæti deildarinnar.

Bridge tekur ekki hönd John Terry myndband

Textalýsing frá leiknum:

90. Leik lokið með 4:2 sigri Manchester City. Fyrsta tap Chelsea á heimavelli í 37 leikjum.

88. Mark!! Frank Lampard minnkar muninn fyrir Chelsea með marki úr vítaspyrnu sem dæmd var þegar Anelka var felldur innan teigs.

87. MARK!! City er að slátra Chelsea. Staðan er orðin, 4:1. Eftir skyndisókn gegn fáliðaðri vörn Chelsea skoraði Bellamy af stuttu færi.

83. Shay Given ver glæsilega frá Anelka eftir mikinn einleik Frakkans. Given hefur varið hvert skot Chelsea manna á fætur öðru í leiknum. Eins og handboltamarkvörður segir Hörður Magnússon á Stöð 2 Sport í lýsingu sinni.

81. Rautt spjald!! Chelsea menn eru orðnir níu. Michael Ballack fær að líta sitt annað gula spjald fyrir brot á Tévez. Sigurinn blasir nú við Manchester City og þar með tapar Chelsea sínum fyrsta heimaleik á tímabilinu.

75. MARK og rautt spjald!! Carlos Tévez er búinn að koma City í 3:1. Tévez skoraði af öryggi úr vítaspyrnu sem dæmd var á Juliano Beletti fyrir brot á Garteth Garry. Í kjölfari var Belletti rekinn af velli.

51. MARK!! City er komið yfir á Brúnni. Craig Bellamy skoraði með góðu skoti utarlega úr teignum en aftur leit Portúgalinn Hilario ekki vel út í marki Chelsea.

45. Joelon Lescott í upplögðu færi en miðvörðurinn skallaði framhjá markinu úr dauðafæri eftir aukaspyrnu. 

44. MARK!! Carlos Tévez jafnar metin fyrir Manchester City eftir glæsilegt einstaklingsframtak. Hann lék illa á John Terry og Ricardo Carvahlo og skotið sem var laust lak í netið framhjá Hilario sem leit alls ekki vel út í markinu.

41. MARK!! Frank Lampard er búinn að koma Chelsea yfir. Hann fékk góða sendingu innfyrir vörn City frá Joe Cole og skoraði með hnitmiðuðu skoti. Markið hafði legið í loftinu.

36. Chelsea í hörkusókn sem lauk með skoti frá Drogba yfir markið úr góðu færi. Þetta var níunda marktilraun Chelsea en City hefur aðeins átt eitt skot að marki Chelsea. Liðið liggur að mestu í skotgröfunum.

25. Drogba komst í gott færi eftir sendingu frá Ivanovic en Droba skallaði boltann yfir markið.

12. Florent Malouda átti fast skot utan vítateigs en boltinn fór rétt yfir mark City. Leikurinn hefur til þess einkennst af mikilli baráttu.

Stuðningsmenn Chelsea baula á Bridge í hvert skipti sem hann kemur við boltann og það sama gera stuðningsmenn City þegar Terry snertir boltann.

Allra augu voru á John Terry og Wayne Bridge þegar leikmenn liðanna heilsuðust fyrir leikinn. Wayne Bridge ákvað að sleppa því að taka í hönd Terrys af skiljanlegum ástæðum.

Allra augu eru á þessum tveimur leikmönnum, John Terry og …
Allra augu eru á þessum tveimur leikmönnum, John Terry og Wayne Bridge. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert