Arsenal vann upp forskot Barcelona

Xavi og Samir Nasri eigast við í leiknum á Emirates …
Xavi og Samir Nasri eigast við í leiknum á Emirates í kvöld. Reuters

Arsenal og Barcelona skildu jöfn, 2:2, í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á Emirates-leikvanginum í kvöld, þar sem Arsenal vann upp tveggja marka forskot Evrópumeistaranna.

Inter Mílanó vann CSKA Moskva, 1:0, á San Siro með marki frá Diego Milito. Þetta voru fyrri leikir liðanna en þeir seinni verða í Barcelona og Moskvu í næstu viku.

Barcelona virtist með leikinn á Emirates í höndum sér eftir að Zlatan Ibrahimovic kom liðinu í 2:0 en þeir Theo Walcott og Cesc Fabregas jöfnuðu metin fyrir Arsenal. Fabregas úr vítaspyrnu eftir að Carles Puyol braut á honum og fékk rauða spjaldið. Fabregas tognaði þegar hann tók vítaspyrnuna og ljóst virðist að hann verði frá keppni um sinn.

90. mín. Flautað af á San Siro þar sem Inter sigrar CSKA Moskva, 1:0.

90. mín. Flautað af á Emirates og jafntefli, 2:2, hjá Arsenal og Barcelona í mögnuðum leik.

84. mín. 2:2 Carles Puyol rekinn af velli fyrir brot á Cesc Fabregas og dæmd vítaspyrna á Barcelona. Fabregas tekur spyrnuna sjálfur og skorar með föstu skoti!

69. mín. 1:2. Theo Walcott fékk sendingu frá Nicklas Bendtner inní vítateiginn og minnkaði muninn fyrir Arsenal.

66. mín. 1:0 á San Siro. Diego Milito skorar fyrir Inter gegn CSKA Moskva.

59. mín. 0:2 Zlatan Ibrahimovic skorar aftur fyrir Barcelona á Emirates, fær sendingu í gegnum vörnina, hægra megin í vítateiginn, og skorar af öryggi. Zlatan hafði ekki skorað í 10 leikjum gegn enskum liðum en er heldur betur búinn að hrista það af sér.

46. mín. 0:1. Zlatan Ibrahimovic kom Barcelona yfir strax í byrjun síðari hálfleiks. Það voru bara 30 sekúndur liðnar þegar hann fékk langa sendingu frá Gerard Pique og lyfti boltanum laglega yfir Almunia í markinu.

45. mín. Flautað til hálfleiks á báðum stöðum og staðan er 0:0, bæði á Emirates og San Siro.

18. mín. Það er með ólíkindum að staðan á Emirates skuli enn vera 0:0. Leikmenn Barcelona hafa vaðið í færum og átt ein 10 skot á markið hjá Manuel Almunia sem er búinn að bjarga meistaralega í marki Arsenal í nokkur skipti, auk þess sem varnarmenn enska liðsins hafa forðað marki á síðustu stundu.

Liðin eru þannig skipuð:

Arsenal: Almunia, Clichy, Vermaelen, Gallas, Sagna, Diaby, Song, Fabregas, Arshavin, Bendtner, Nasri.
Varamenn: Fabianski, Rosicky, Eduardo, Walcott, Denilson, Eboue, Campbell.

Barcelona: Valdes, Maxwell, Puyol, Pique, Alves, Xavi, Busquets, Keita, Pedro, Ibrahimovic, Messi.
Varamenn: Pinto, Marquez, Bojan, Henry, Milito, Toure Yaya, Jeffren.

Inter: Julio Cesar, Maicon, Materazzi, Samuel, Zanetti, Stankovic, Cambiasso, Eto'o, Sneijder, Pandev, Milito.
Varamenn: Toldo, Cordoba, Quaresma, Muntari, Mariga, Chivu, Arnautovic.

CSKA: Akinfeev, Vasili Berezutsky, Alexei Berezutsky, Ignashevich, Shchennikov, Krasic, Aldonin, Semberas, Mamaev, Honda, Necid.
Varamenn: Chepchugov, Dzagoev, Gonzalez, Nababkin, Odiah, Guilherme, Rahimic.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert