Ferguson: Dagurinn verður spennandi

Sir Alex Ferguson mun örugglega grípa um höfuðið í grannaslagnum …
Sir Alex Ferguson mun örugglega grípa um höfuðið í grannaslagnum á morgun. Reuters

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United lýsir helginni sem er að ganga í garð þeirri mikilvægustu á leiktíðinni og hann segir leikurinn við Manchester City sé mest afgerandi viðureignin við grannaliðið á 23 ára ferli sínum sem knattspyrnustjóri.

Manchester United sækir erkifjendur sína í City heim í hádeginu á morgun en síðar um daginn leikur Chelsea við Tottenham á útivelli. United er fjórum stigum á eftir Chelsea í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn.

,,Þetta á ekki eftir að verða auðveld því Chelsea hefur efni á að gera jafntefli við Tottenham. En þetta er áhugavert og dagurinn verður spennandi,“ segir Ferguson á vef Manchester United.

,,Eftir að hafa séð frammistöðu Tottenham í leiknum á móti Arsenal þá hugsar þú með sjálfum sér að liðið er fært að leggja Chelsea að velli. Þegar maður lítur á stöðuna sem City og Tottenham eru í þá hefur hvorugt liðið komist í Meistaradeildina svo þetta er frábært.

Á þeim 23 árum sem ég hef verið hjá United þá hefur City ekki átt möguleika á að afreka eitthvað og þeir hlutlausu munu segja að þetta sé frábært fyrir borgina og gerir leikinn meira heillandi en áður.“


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert