Berbatov efstur á óskalista AC Milan

Dimitar Berbatov í baráttu við John Terry og Alex í …
Dimitar Berbatov í baráttu við John Terry og Alex í leik United og Chelsea. Reuters

Fjölmiðlar á Ítalíu greina frá því í dag að Búlgarinn Dimitar Berbatov, framherji Manchester United, sé efstur á óskalista ítalska knattspyrnuliðsins AC Milan.

Forráðamenn Mílanóliðsins vilja fá Berbatov til að leysa Hollendinginn Klaas-Jan Huntelaar af hólmi en hann hefur aðeins skorað 7 mörk fyrir AC Milan frá því hann kom til liðsins frá Real Madrid síðastliðið sumar.

Barbatov, sem United keypti frá Tottenham fyrir rúma 30 milljónir punda fyrir tveimur árum, hefur átt frekar erfitt uppdráttar hjá Manchester-liðinu og margir stuðningsmenn liðsins hafa misst þolinmæðina gagnvart Búlgaranum.

Berbatov hefur náð að skora 26 mörk í þeim 62 leikjum sem hann hefur verið í byrjunarliði United og á þessari leiktíð hefur hann skorað 12 mörk, öll í úrvalsdeildinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert