Ballack og Cole yfirgefa Chelsea

Michael Ballack hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Chelsea.
Michael Ballack hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Chelsea. Reuters

Miðvallarleikmennirnir Joe Cole og Michael Ballack yfirgefa Englandsmeistara Chelsea í sumar þegar samningar þeirra við félagið renna út um næstu mánaðarmót. Frá þessu er greint á vef Chelsea í dag.

Báðir höfnuðu nýju samningstilboði frá Lundúnaliðinu sem var ekki reiðubúið að ganga að launakröfum leikmannanna. Þeir fara frá Chelsea án greiðslu.

Cole, sem er með enska landsliðinu á HM í Suður-Afríku, er orðaður við Tottenham, Arsenal og Manchester United en Ballack, sem ekki getur leikið með Þjóðverjum á HM vegna meiðsla, gæti verið á leið til Schalke og þá greina spænskir fjölmiðlar frá því að José Mourinho nýráðinn þjálfari Real Madrid hafi augastað á Þjóðverjanum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert