Giggs á markalistanum 21 ár í röð

Ryan Giggs innsiglar 3:0 sigur Manchester United gegn Newcastle.
Ryan Giggs innsiglar 3:0 sigur Manchester United gegn Newcastle. Reuters

Ryan Joseph Giggs, eins og hann heitir fullu nafni, heldur áfram að skrá nafn sitt í sögubækur ensku knattspyrnunnar.

Giggs, sem verður 37 ára gamall í nóvember, skoraði þriðja mark United í sigrinum á Newcastle í fyrrakvöld og þar með hefur hann skorað mark á hverju einasta af þeim 21 tímabilum sem hann hefur spilað með Manchester-liðinu í efstu deild. Fyrstu tvö árin í gömlu 1. deildinni og síðustu 19 í úrvalsdeildinni.

Giggs hefur náð þeim einstaka áfanga að vinna 11 meistaratitla með Manchester United í úrvalsdeildinni og er án efa sigursælasti knattspyrnumaður Bretlandseyja fyrr og síðar. Auk titlana 11 í úrvalsdeildinni hefur Giggs 4 sinnum orðið bikarmeistari, 3 sinnum deildabikarmeistari, 2 sinnum Evrópumeistari, varð heimsmeistari félagsliða með liðinu og hefur hlotið aragrúa einstaklingsviðurkenninga.

Hann var til að mynda valinn leikmaður ársins 2009 af leikmönnum úrvalsdeildarinnar.

Giggs er leikjahæsti leikmaður Manchester United frá upphafi eftir að hann komst upp fyrir goðsögnina Sir Bobby Charlton fyrir tveimur árum. Leikir hans fyrir United er orðnir vel á 9. hundrað og hann er sko langt frá því að vera dauður úr öllum æðum.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert