Chelsea með gott forskot eftir sigur á Arsenal

Didier Drogba skoraði enn og aftur gegn Arsenal.
Didier Drogba skoraði enn og aftur gegn Arsenal. Reuters

Didier Drogba og Alex tryggðu Chelsea 2:0 sigur á Arsenal í dag í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Chelsea hefur því fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar en Arsenal er í 4. sæti, sjö stigum á eftir. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Chelsea komst yfir á 39. mínútu þegar Ashley Cole spyrnti boltanum fyrir markið í átt að nærstönginni þar sem Didier Drogba skoraði með laglegri spyrnu af stuttu færi. Skömmu áður hafði Fabianski varið mjög vel frá Drogba sem var í góðu færi. Annars var fyrri hálfleikurinn nokkuð jafn en staðan að honum loknum 1:0 Chelsea í vil.

Nicolas Anelka komst í algjört dauðafæri á 60. mínútu, lék boltanum til hliðar við Fabianski en skaut svo í hliðarnetið.

Brasilíumaðurinn Alex kom Chelsea í 2:0 fimm mínútum fyrir leikslok með frábæru marki úr aukaspyrnu af um 25 metra færi. Hann þrumaði boltanum upp í hægra markhornið.

Chelsea: Cech, Ivanovic, Alex, Terry, Cole, Mikel, Essien, Ramires, Malouda, Anelka, Drogba.
Varamenn: Turnbull, Zhirkov, Ferreira, Sturridge, Van Aanholt, Kakuta, McEachran.
Arsenal: Fabianski, Sagna, Koscielny, Squillaci, Clichy, Diaby, Nasri, Wilshere, Song, Arshavin, Chamakh.
Varamenn: Szczesny, Rosický, Vela, Denilson, Djourou, Eboué, Emmanuel-Thomas.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert