Torres með tvö í sigri Liverpool á Chelsea

Leikmenn Liverpool fagna marki.
Leikmenn Liverpool fagna marki. Reuters

Fernando Torres kom sá og sigraði þegar Liverpool lagði Englandsmeistara Chelsea, 2:0, í lokaleik 11. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu en leik liðanna var að ljúka á Anfield. Torres skoraði bæði mörk Liverpool í fyrri hálfleik og með sigrinum komst Liverpool upp í 9. sæti en Chelsea er sem fyrr í toppsætinu, er tveimur stigum á undan Manchester United.

90. Leik lokið með góðum sigri Liverpool, 2:0.

85. Anelka var hársbreidd frá því að minnka muninn. Pepe Reina varði skot Frakkans í slánna og þar sluppu liðsmenn Liverpool með skrekkinn.

65. Chelsea hefur þjarmað að Liverpool síðustu mínúturnar. Pepe Reina kom sínum mönnum til bjargar þegar hann varði meistaralega skot frá Malouda af stuttu færi.

46. Didier Drogba er kominn inná í lið Chelsea en Fílabeinsstrandarmaðurinn hefur átt við lasleika að stríða síðustu daga. Salomon Kalou víkur fyrir Drogba.

45. Hálfleikur á Anfield þar sem Liverpool hefur 2:0 yfir með mörkum frá Fernando Torres. Liverpool-liðið hefur spilað skínandi vel og hefur Chelsea-liðinu ekki tekist að finna glufur á vel skipulagðri vörn heimamanna.

44. MARK!!  Fernando Torres er búinn að bæta öðru marki við á Anfield. Hann fékk sendingu frá Meireles og skoraði með frábæru skoti utarlega úr vítateignum.

11. 1:0 MARK!! Fernando Torres tók boltann frábærlega niður í vítateignum eftir sendingu frá Dirk Kuyt og skoraði af miklu harðfylgi.

Liverpool: Reina, Kelly, Carragher, Skrtel, Konchesky, Meireles, Lucas, Kuyt, Gerrard, Maxi, Torres. Varamenn: Hansen, Jovanovic, Wilson, Ngog, Spearing, Poulsen, Shelvey.


Chelsea: Cech, Ivanovic, Terry, Alex, Cole, Ramires, Mikel, Zhirkov, Kalou, Anelka, Malouda. Varamenn : Turnbull, Drogba, Bosingwa, Ferreira, Sturridge, Kakuta, McEachran. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert