Owen spilar ekki gegn Valencia

Michael Owen.
Michael Owen. Reuters

Michael Owen er byrjaður að æfa með Manchester United á ný eftir fjarveru vegna meiðsla en Alex Ferguson knattspyrnustjóri segir ekki koma til greina að tefla honum fram gegn Valencia í Meistaradeild Evrópu annað kvöld.

Owen var á fullri ferð á æfingu með liðinu í dag og fréttamenn inntu því Ferguson eftir því hvort hann fengi tækifæri gegn Valencia.

„Nei, Michael verður alls ekki með á morgun. Hann byrjaði að æfa aftur um miðja síðustu viku og við ætlum að sjá til þess að hann verði búinn að æfa í tvær vikur áður en hann byrjar að spila á ný. Við tökum enga áhættu því það var líklega okkur að kenna þegar hann meiddist síðast," sagði Ferguson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert