Stevenage skellti Newcastle

Michael Bostwick, sem skoraði annað mark Stevenage, og Scott Laird …
Michael Bostwick, sem skoraði annað mark Stevenage, og Scott Laird félagi hans ánægðir í leikslok. Reuters

Leikmenn 3. deildarliðsins Stevenage komu heldur betur á óvart í kvöld þegar þeir skelltu úrvalsdeildarliði Newcastle, 3:1, í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu.

Eftir markalausan fyrri hálfleik varð Mike Williamson varnarmaður Newcastle fyrir því að skora sjálfsmark, eftir skot frá Stacy Long, og fimm mínútum síðar skoraði Michael Bostwick, 2:0.

Í uppbótartíma leiksins minnkaði Joey Barton muninn í 2:1 en áður hafði Cheik Tiote, leikmaður Newcastle, fengið rauða spjaldið.

Peter Winn innsiglaði Stevenage, 3:1, í blálokin og þar með kom liðið fram hefndum frá því árið 1998 þegar liðin mættust í sömu umferð keppninnar. Þá gerðu liðin afar óvænt jafntefli, 1:1, en Newcastle vann síðan á heimavelli.

Stevenage er í 13. sæti 3. deildar og kom inní deildakeppnina í fyrsta skipti í vetur, eftir að hafa komist uppúr úrvalsdeild utandeildaliðanna síðasta vor. Þá deild vann liðið með talsverðum yfirburðum á síðasta tímabili.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert